Carlsen viðurkennir sig sigraðan á móti Caruana í lokaskákinn. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Eins og áður hefur komið fram hafði Magnús Carlsen tryggt sér sigur á Norway Chess þegar einni umferð var ólokið. Hann hafði unnið allar sínar viðureignir. Tvívegis keppskákina en sex viðureignir í bráðabana. Það var ekki fyrr en í lokaumferðinni að hann tapaði í bráðabana fyrir Fabiano Caruana og var ekkert alltof glaður þrátt fyrir að unnið sér inn €75.000.

Aronian, Yu Yangyi urðu jafnir í 2.-3. sæti. Það er athyglisvert að hefði eingöngu verið um að ræða kappskákmót hefðu Carlsen og Ding Liren orðið efstir og jafnir með með 5,5 vinning. Ding náði sér hins vegar aldrei á strik í bráðabönunum og endaði í sjötta sæti.

Góða umfjöllun um níundu og síðustu umferð má lesa á Chess.com.

Lokastaðan

Fyrirkomulag mótsins

Fyrirkomulag mótsins er afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur fá 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinni. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur. Viðbótartími (3 sekúndur) bætist við eftir 60 leiki. Jafntefli telst sem sigur fyrir svartan.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig
- Auglýsing -