Hannes Hlífar að tafli í Budjevoice. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) vann sína aðra skák í röð í gær á alþjóðlegu móti í Budjevoice í Tékklandi. Fórnarlambið var Indverjinn Bala Chandra Prasad Dhulipalla (2419). Hannes er heldur betur að koma til baka eftir töp í tveim fyrstu umferðunum.

Fimmta fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Hannes við danska FIDE-meistarann Filip Boe Madsen (2391).

Tíu skákmenn tefla í flokknum og þar af 3 stórmeistarar. Meðalstigin er 2450. Hannes er stigahæstur keppenda.

- Auglýsing -