Magnús Carlsen er einfaldlega langbesti skákmaður heims. Mynd: Lennart Ootes / Grand Chess Tour

Magnús Carlsen (2875) vann Ian Nepomniachtchi (2775) í sjöundu umferð Grand Chess Tour-mótsins í Zagreb í gær. Fyrsti sigur heimsmeistarns á Nepo í kappskák. Góð skák. Magnús fórnaði peði sem Rússinn tók á rangan hátt og þurfti að leggja niður vopnin nokkrum leikjum síðar. Öðrum skákum lauk með jafntefli og er Magnús því nú einn efstur á mótinu.

Magnús hefur nú teflt 75 skákir í röð án þess að tapa. Vinni Magnús mótið verður það hans áttundi mótasigur í röð. Frammistaði hans á árinu samsvarar 2921 skákstigi. Hann hefur 2877 “lifandi skákstig” og er aðeins fimm stigum frá eigin stigameti.  Til að slá það þarf hann 3 vinninga í síðustu fjórum umferðunum.

Úrstlit og staða

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

Áttunda umferð fer fram í dag. Þá teflir Carlsen við Ding Liren (2805)

- Auglýsing -