Hannes Hlífar að tafli í Budějovice. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) er heldur betur hrokkinn í gírinn á Budejovice-mótinu í Tékklandi. Í fimmtu umferð sem fram fór gær vann hann flottan seiglusigur á danska FIDE-meistaranum Filip Boe Madsen (2391) í 79 leikjum. Þriði sigur hans í röð. Búið að leiðrétta fyrir töpin í tveim fyrstu umferðunum. Hannes er í 2.-3. sæti.

Sjötta umferð fer fram í dag. Þá teflir Hannes við tékkneska alþjóðlega meistarann jakub Szotkowski (2378). Sá er efstur á mótinu. Hefur 3½ vinning.

Tíu skákmenn tefla í flokknum og þar af 3 stórmeistarar. Meðalstigin er 2450. Hannes er stigahæstur keppenda.

- Auglýsing -