Mikið verður um að vera laugardaginn 6. júlí, en þá mæta Reykjavík Puffins liði Baden-Baden Snowballs í þriðju umferð b-riðils í sumarseríu Pro Chess League á Chess.com. Til mikils er að vinna en ekkert lið hefur til þessa verið afgerandi á stigatöflunni og geta því öll liðin komist áfram í lokakeppni mótsins!

Áður en sú viðureign fer fram, verða tvær viðureignir á vegum Team Iceland í upphitunarmóti fyrir komandi átök í Heimsdeildinni í netskák. Nánar um það neðar í fréttinni.

Báðir viðburðirnir verða í beinni útsendingu á Twitch rás Reykjavík Puffins! Allir með!

Puffins gegn Baden-Baden kl. 15:00

Útsláttarkeppnin í 2. umferð

Fyrirkomulagið er þannig að aðdáendaklúbbar liðanna mætast í liðakeppni, sambærilegri þeim sem Team Iceland hefur staðið fyrir, og berjast um sigur fyrir hönd síns liðs. Því næst teflir liðsmaður Puffins við liðsmenn hinna þriggja liðanna í riðlinum í útsláttarkeppni.

Sigurvegarinn í liðakeppninni fær 3 stig (1 fyrir jafntefli) og svo eru þrjú stig fyrir sigur í útsláttarkeppninni, tvö fyrir annað sætið og eitt fyrir þriðja sætið. Það er því mest hægt að vinna 6 stig í þessari þriðju og lokaumferð riðlakeppninnar.

Hvernig get ég tekið þátt?

Liðakeppnin fer þannig fram að tefldar eru tvær skákir með umhugsunartímanum 10 mín + 2 sekúndur á leik. Þeir sem eru með undir 2200 atskákstig á chess.com geta teflt fyrir Puffins. Fyrst þarf að ganga í liðið – hér – og fara svo í Live Chess á chess.com og smella á “Tournaments” flipann. Tenglar og upplýsingar verða einnig aðgengilegar á Twitch rás Reykjavík Puffins.

Staðan í b-riðli
Team Points Club
Baden Baden Snowballs 8 Fan Club
Barcelona Raptors 7 Fan Club
Reykjavik Puffins 6 Fan Club
Pittsburgh Pawngrabbers 3 Fan Club

 

Upphitunarmót Team Iceland kl. 14:00

Eins og áður sagði hefst dagurinn á léttri upphitunarkeppni hjá Team Iceland. Lið er nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil. Nýliðar eru að ljúka vináttukeppnum sem þarf að klára áður en þeir geta skráð sig til leiks í mótinu og liðin sem voru fyrir í keppninni að hita upp fyrir komandi átök.

Lið Úkraínu og Íslands ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi og setja þessar viðureignir saman í viðburð, sem svo verður í beinni útsendingu á Twitch rás Reykjavík Puffins, öllum til skemmtunar!

Heimsmótið hefst svo formlega mánudaginn 8. júlí og er áætlað að fyrsta viðureign Team Iceland fari fram sunnudaginn 14. júlí. Liðið teflir í 1. deild Heimsmótsins sem verður sterkari á komandi keppnistímabili, en lið Frakklands og Kasakstan eru mætt í deildina í stað veikari liða sem féllu á síðasta tímabili.

Dagskráin á laugardaginn

kl. 14:00 Team Iceland gegn Zimbabwe. Zimbabwe er nýtt lið í Heimsmótinu og ekki er gert ráð fyrir miklum fjölda liðsmanna af þeirra hálfu. Tímamörk verða 3 mínútur + 2 sekúndur á skák. Tefldar eru tvær skákir, ein með hvítt og ein með svart gegn sama andstæðingi. Tengill á viðureignina – https://www.chess.com/live#tm=3497 -.

Á sama tíma mætir lið Úkraínu liði Filippseyja. Nýliðarnir frá Filippseyjum eru með grjóthart lið sem ætlar sér stóra hluti á komandi keppnistímabili í Heimsmótinu.

kl. 14:30 Team Iceland gegn grjóthörðu liði Filippseyja. Tímamörk verða 5 mínútur + tvær sekúndur á skákina. Tengill á viðureignina – https://www.chess.com/live#tm=3513 -.

Á sama tíma mætir lið Úkraínu liði Zimbabwe.

Hvernig get ég tekið þátt

Það er einfalt að taka þátt í viðureignum Team Iceland og eru allir velkomnir í liðið!

  1. Fara á síðu liðsins á Chess.com og smella á join.
  2. Fara í Live chess og smella á “tournaments” flipann.
HEIMASÍÐA LIÐSINS

Team Iceland er með síðu á Facebook – https://www.facebook.com/chessteamiceland – Þar sem ávallt er hægt að finna upplýsingar um næstu viðburði.

- Auglýsing -