Magnús Carlsen er kóngurinn í skák. Mynd: Lennart Ootes/Grand Chess Tour

Magnús Carlsen (2875) er langheitasti skákmaður heims um þessar mundir ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni. Í gær vann hann sigur á Ding Liren (2805), þriðja stigahæsta skákmanni heims, með svörtu. Fyrsti sigur hans á Ding í kappskák. Magnús hefur nú teflt 76 skákir í röð án taps og er kominn upp í 8781 skákstig. Er nákvæmlega 100 stigum hærri en fjórði stigahæsti skákmaður heims, Nepo. Er aðeins einu stigi frá eigin stigameti. Þarf 2 vinninga í þremur síðustu umferðunum til að slá metið.

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðuvefnum um Kindred-samninginn á Facebook. Í gær blandaði Magnús sér sjálfur í umræðurnar. Lætur þátttökuna í Zagreb-mótinu ekki trufla sig frá skákpólitíkinni og svarar fyrir sig af fullum krafti.

 

Úrstlit og staða

 

 

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess.com.

Níunda umferð fer fram í dag. Þá teflir Carlsen við Levon Aronian (2752).

- Auglýsing -