Hannes Hlífar að tafli í Budjevoice. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) vann sína fimmtu skák í röð á Budejovice-mótinu í Tékklandi. Andstæðingurinn var tékkneski FIDE-meistarinn Jan Miesbauer (2411). Hannes er efstur ásamt tékkneska alþjóðlega meistaranum Jan Vykouk (2451).

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Hannes við tékkneska stórmeistarann Pavel Simacek (2490).

Tíu skákmenn tefla í flokknum og þar af 3 stórmeistarar. Meðalstigin er 2450. Hannes er stigahæstur keppenda.

- Auglýsing -