Stefán Steingrímur Bergsson íbygginn á svip í Portoroz. Mynd: Heimasíða mótsins

Það gekk vel hjá þeim Birni Þorfinnssyni og Stefáni Steingrími Bergssyni (2149) á alþjóðlega mótinu í Portoroz í gær. Báðir eru þeir í toppbaráttunni. Tvær umferðir voru tefldar á Paracin-mótinu í gær. Vignir Vatnar Stefánsson, Gauti Páll Jonsson og Arnar Milutin Heiðarsson hlutu allir 1 vinning.

Portoroz-mótið

Björn Þorfinnsson (2381) er í 1.-2. sæti á alþjóðlega mótinu í Portoroz í Slóveníu. Í gær gerði hann jafntefli við slóvenska stórmeistarann Marko Tratar (2463) í fimmtu umferð. Björn og Tratar eru efstir með 4½ vinning.

Stefán Steingrímur Bergsson (2149) vann slóvenska FIDE-meistarann Danijel Beletetic (2380) og hefur 4 vinninga og er í 3.-12. sæti. Það er aðeins þessi Tratar sem hefur náð punktum á móti Íslendingum hingað til.

Í dag mæta þeir báðir stórmeisturum. Björn teflir stigahæsta keppenda mótsins, ítalska stórmeistarann Pier Luigi Basso (2559) en Stefán við slóvenska stórmeistarann Nenand Ferec (2446).

Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru átta stórmeistarar.  Engar beinar útsendingar frá mótinu.

Paracin-mótið

Í gær voru tefldar tvær umferðir á Paracin-mótinu í Serbíu. Allir íslensku keppendurnir töpuðu í fyrri skák dagsins en unnu í þeirri síðari.

Vignir Vatnar Stefánsson (2293) tapaði í gær fyrir makedónska stórmeistaranum Dmitry Svetuskin (2528) í gær en kom til baka í seinni skákinni. Vignir hefur 3½ vinning eftir 6 umferðir en Gauti Páll Jónsson (2080) hefur 2 vinninga.

Arnar Milutin Heiðarsson (1777) hefur 3 vinninga en hann teflir í b-flokki.

 

- Auglýsing -