Skáksalurinn í Portoroz. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stefán Steingrímur Bergsson (2149) fer mikinn á alþjóðlega mótinu í Portoroz. Í sjöttu umferð sem tefld var gær vann króatíska stórmeistarann Nenand Fercec (2446). Stefán er efstur ásamt fjórum stórmeisturum með með 5 vinninga. Björn Þorfinnsson tapaði fyrir ítalska stórmeistaranum Pier Luigi Basso (2559) og hefur 4½ vinning. Í Paracin í Serbíu vann Vignir Vatnar Stefánsson (2293) sína skák og hefur 4½ vinning eftir 7 umferðir.

Í dag mæta þeir báðir stórmeisturum. Stefán mætir króatíska stórmeistaranum Robert Zlecic (2518) en Björn mætir finnska stórmeistaranum Jouni Yrjola (2327)

Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru átta stórmeistarar.  Engar beinar útsendingar frá mótinu.

Paracin-mótið

Vignir Vatnar Stefánsson (2293) vann sína skák í gær í sjöundu umferð og hefur 4½ vinning. Hann nætir serbneska alþjóðlega meistaranum Milos Stankovic (2462) í dag. Gauti Páll Jónsson  (2080) tapaði og hefur 2 vinninga.

Arnar Milutin Heiðarsson (1777) hefur 3 vinninga en hann teflir í b-flokki.

 

- Auglýsing -