1. umferð Heimsmótsins á sunnudaginn kl. 18: Ísland g. Serbíu – Nýtt fyrirkomulag og beinar útsendingar!

FM Ingvar Þór Jóhannesson verður með beinar útsendingar frá leikjum Íslands í samstarfi við Chess.com.

0
620

Fjórða keppnistímabil Heimsmótsins í netskák er að hefjast í þessari viku. Keppnin verður heldur umfangsmeiri en áður og má í því sambandi nefna að Chess.com kemur inn með verðlaun í formi demantsaðganga, fyrir afkastamestu keppendur liða og jafnframt verður mun meiri umfjöllun um mótið á síðunni og beinar útsendingar frá öllum viðureignum. Allt ofantalið endurspeglar metnað Chess.com í því að gera keppnina enn stærri og má því búast við frekari nýungum á komandi keppnistímabilum.

Beinar útsendingar: twitch.tv/zibbit64

1. umferð sunnudaginn 14 júlí kl. 18:00 – Ísland g. Serbíu

Lið Serba er grjóthart, líkt og við höfum reynslu af frá síðasta tímabili, en við unnum báðar viðureignirnar gegn þeim síðast og ætlum vitanlega að halda því áfram. Búast má við því að þeir reyni að styrkja sinn hóp eitthvað frá því í fyrra og er því mikilvægt að við mætum vel og sýnum þeim að síðasta tímabil var ekki heppni.

Skráning

Mjög gott væri ef keppendur færu á viðburðinn á Facebook og smelltu þar á “mæti”. Það er aldrei krafa að skrá sig, en það er engu að síður mjög gott fyrir skipuleggjendur ef við sjáum c.a. hverjir mæta til leiks 🙂

Fyrri viðureignir liðanna

Beinar útsendingar

Twitch.tv/zibbit64

Chess.com leggur áherslu á að allar viðureignir mótsins verði sendar út í beinni útsendingu. FM Ingvar Þór Jóhannesson mun sjónvarpa viðureignum liðsins á Twitch rásinni twitch.tv/zibbit64 í samstarfi við Chess.com. Fögnum við því mjög, enda fer þar maður með gríðarlega reynslu af slíkum útsendingum. Gott væri að allir færu á slóðina að ofan og smelltu á “follow”.

Dagskráin á sunnudaginn

Tefldar verða þrjár viðureignir við andstæðinga hverrar umferðar. Stigagjöfin er þannig að eitt stig er fyrir sigur í hverri viðureign (hálft fyrir jafntefli) og er því alls hægt að vinna þrjú stig. Það væri því mjög gott ef allir tefldu allar þrjár viðureignirnar, en það er aldrei krafa, þeir sem vilja ekki tefla leifturskák eða slembiskák (t.d.) geta einfaldlega sleppt því.

NÝLIÐAR VELKOMNIR!

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir og það eina sem þeir þurfa að gera er að fara á síðu liðsins á chess.com og smella á join. Allir geta tekið þátt!

https://www.chess.com/club/team-iceland

VERÐLAUN

Chess.com leggur til verðlaun í formi demants áskrifta ( efstu þrjú lið í 1. deild). Þeir sem taka oftast þátt eiga því ágæta möguleika á að vinna til verðlauna.

LIÐIN

Við teflum í 1. deild og þar hafa nú bæst við tvö ný lið, Kasakstan og Frakkland, sem koma upp í stað Perú og Ekvador sem féllu um deild í fyrra.

Division 1 Division 2 Division 3 Division 4
Argentina Live Chess Team of the Czech Republic Team Bangladesh Team Australia
Team France Ecuador Live Chess Bosnia and Herzegovina Team Azerbaijan
Team Iceland Iran Live Chess Team Brazil Live Belarus
Team Kazakhstan Team México Team Canada Team Denmark
Team Russia Nicaragua Team England Live Team India
Team Slovakia Team Peru Team Italia Team Pakistan
Srbija Tim Team Romania Team PhilippinesUnited Live Team Puerto Ricoand Olivari friends
Team Ukraine Team USA Live Team Venezuela Team Turkey
Team Uzbekistan
Team Zimbabwe

 

Tenglar

- Auglýsing -