Alþjóðlega mótinu í Paracin í Serbíu lauk í dag. Vignir Vatnar Stefánsson (2293) gerði jafntefli í lokaumferðinni við tyrkneska FIDE-meistarann Ahmet Utku Uzumcu (2201). Vignir hlaut 5 vinninga. Gauti Páll Jónsson (2080) vann í lokaumferðinn og hlaut 3 vinninga.
Upplýsingar um árangur þeirra félaganna má finna á Chess-Results.
Arnar Milutin Heiðarsson (1777), sem tefldi í b-flokki tapaði í lokaumferðinni og hlaut 4 vinninga.
166 skákmenn frá 32 löndum tefldu í efsta flokki. Þar á meðal voru 15 stórmeistarar.