Stórmeistarinn Igors Rausis varð uppvís að svindli að á alþjóðlega mótinu í Strasbourg í Frakklandi. Uppgangur Rausis hefur vakið mikla athygli en hann hefur hækkað um tæplega 200 skákstig á síðustu tveim árum. Hann hefur meðal annars stundað það að tefla við mun stigalægri skákmenn en muni meira en 400 skákstig hækka menn um 0,8 stig við sigur.

Það hefur lengi gengið orðrómur um að Rausis svindli.  Hann er elstur skákmanna (fæddur 1961) á topp 100  með 2686 skákstig. Sjö árum eldri en Boris Gelfand sem er næstelstur.

Og í Strasbourg náðist mynda af honum af salerninu með síma í höndunum á meðan skák stóð. Þótt deila megi um lögmæti þeirra myndar þá viðurkenndi Rausis í samtali við Chess.com að hafa notað í miðri skák.

“I simply lost my mind yesterday. I confirmed the fact of using my phone during the game by written [statement]. What could I say more? Yes, I was tired after the morning game and all the Facebook activity of accusers also have a known impact. At least what I committed yesterday is a good lesson, not for me – I played my last game of chess already.”

Ferill Rausis er væntanlega á enda eins og hann viðurkennir sjálfur. Málið hefur vakið mikla athygli í skákheimum. Hann fær væntanlega harðan dóm frá aganefnd FIDE.

Nánari umfjöllun má finna á Chess.com og Chess24.

- Auglýsing -