Keppendur aðalflokksins. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2562) hóf í gær þátttöku í alþjóðlegu móti í Leiden í Hollandi.

Hannes gerði jafntefli við indverska stórmeistarann Deep Dengupta (2558) í fyrstu umferð í gær. Í dag teflir hann við hollenska alþjóðlega meistarann Stefan Kuipers (2435). Skák dagsins hefst kl. 11.

Hannes teflir í 10 manna lokuðum flokki. Meðalstigin eru 2495 skákstig. Hannes er þriðji stigahæstur keppenda.

 

Portoroz-mótið

Björn Þorfinnsson (2381) vann króatíska stórmeistarann Robert Zelcic (2518) í áttundu og næststíðustu umferð alþjóðlega mótsins í Portoroz í gær. Björn er í öðru sæti fyrir lokaumferðina sem hófst í morgun.

Stefán Bergsson (2149) tapaði fyrir slóvenska alþjóðlega meistaranum Leon Mazai (2333). Stefán hefur 5 vinninga.

Lokaumferðin hófst kl. 7:30 í morgun. Stefán teflir við slóvenska alþjóðlega meistarann Matej Sebenik (2514) en Stefán við Ítalann Sasa Kobal (2090).

Við gerum þessu móti betur skil síðar í dag. Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru átta stórmeistarar.  Engar beinar útsendingar frá mótinu.

 

- Auglýsing -