Predrag Nikolic er meðal keppenda á mótinu. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2562) hóf í gær gerði jafntefli við hollenska alþjóðlega meistarann Stefan Kuipers (2435) í 2. umferð alþjóðlega mótsins í Leiden í Hollandi. Hannes hefur byrjað miklu betur á þessu móti en mótinu í Tékklandi um daginn þar sem hann tapaði í tveim fyrstu umferðunum!

Þriðja umferð hófst kl. 11. Hannes teflir þar við indverska alþjóðlega meistarann Das Arghyadip (2439).

Hannes teflir í 10 manna lokuðum flokki. Meðalstigin eru 2495 skákstig. Hannes er þriðji stigahæstur keppenda.

 

- Auglýsing -