Björn Þorfinnsson brosmildur í verðlaunaafhendingunni. Mynd: Heimasíða mótsins.

Björn Þorfinnsson (2381) og Stefán Steingrímur Bergsson (2149) enduðu báðir í verðlaunasæti á alþjóðlega mótinu í Pororoz í Slóveníu sem endaði í gær.

Björn tapaði fyrir slóvenska alþjóðlega meistaranum Matej Sebenik (2514) í lokaumferðinni. Björn endaði með 6½ vinning og í 4.-9. sæti (5. sæti á stigum). Björn hlaut 500 evrur í verðlaun fyrir frammistöðuna.

Stefán brosmildur í Portoroz enda í glæsilegum félagsskap. Mynd; Heimasíða mótsins.

Stefán Steingrímur vann Ítalann Sasa Kobal (2090) í lokuamferðinni. Stefán hlaut 6 vinninga og endaði í 10.-13. sæti (10. sæti á stigum). Stefán hlaut 130 evrur í verðlaun.

Frammistaða Björn samsvaraði 2466 skákstigum og hækkaði hann um 14 skákstig. Frammistða Stefáns samsvaraði 2290 og hækkaði hann  um 41 skákstig.

Upplýsingar um úrslit þeirra félaga má finna á Chess-Results.

89 skákmenn frá 33 löndum tóku þátt í mótinu. Þar á meðal voru átta stórmeistarar.

- Auglýsing -