Stofan

Miðvikudaginn 17. júlí kl. 20:00 mun fara fram opið hraðskákmót á Stofunni (Vesturgötu 3, 101 Reykjavík) og fer mótið fram á neðri hæð kaffihússins. Tímamörk verða 3 mín + 2 sek og verða sjö umferðir tefldar.

Skipuleggjandi er Elvar Örn og dómari verður Róbert Lagerman.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga FIDE.

Verðlaun verða fyrir efstu þrjú sætin.

Hægt er að skrá sig í skráningarforminu hér að neðan eða í gula kassanum hér á skak.is

Skráningarform:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeClOzYMhBivwJ3pQqKJB7Cy_bZGEqBmmRj6fyAgPqeQiGfSQ/viewform

Skráða keppendur má sjá á chess-results:

https://chess-results.com/tnr455489.aspx?lan=1

- Auglýsing -