Jóhann Hjartarsson (2513) varð efstur íslensku skákmannanna Xtracon-mótinu sem lauk í gær á Helsingjaeyri í Danmörku. Jóhann hlaut 7 vinninga. Hann gerði jafntefli í tveim síðustu umferðunum. Hilmir Freyr Heimisson (2279) og Guðmundur Kjartansson (2470) hlutu báðir 6 vinninga. Allir töpuðu þeir stigum á mótinu. Jóhann lækkar um 4 stiga, Hilmir um 11 stig og Gúmmi um 17 stig.

Indverska undrabarnið (aðeins 13 ára) og Íslandsvinurinn Ramesh Praggnanandhaa (2540) kom sá og sigraði á mótinu. Hann hlaut 8,5 vinning. Ekki nóg með það heldur náði systir hans Ramesh Vaishali í sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli!

Framkvæmd mótsins gekk vel. Aðeins mánuði fyrir mótsbyrjun lést aðalmótshaldarinn Lars-Henrik Bech Hansen. Félagar hans stigu upp og eins og einn þeirra orðaði við mig. “Allir bættu á  sig ábyrgð til að tryggja mótshaldið”.

Sá sem þetta ritar brá sér á staðinn í 2 daga. Óhætt er að mæla með þessu móti fyrir íslenska skákáhugamenn. Teflt er í stórri ráðstefnuhöll. Allt í henni snýst um skák. Þar er hægt að kaupa bæði gistingu og fæði og þaðan er stutt í bæinn. Já og líka hægt að skreppa til Svíþjóðar sem er aðeins í 15 míntúna fjarlægð með ferju.

Xtracon-mótið 2020 fer fram 18.-26. júlí á sama stað.

Czech Open

Lenka Ptácníková (2074) tapaði í lokaumferðinni og hlaut 3,5 vinninga í 9 skákum.  Hún hækkar um 15 stig fyrir frammistöðu sína.

- Auglýsing -