Fimmta umferð á EM ungmenna gekk vægast sagt illa hjá okkar krökkum. Aðeins 4 vinningar komu í hús og þar af einn af þeim vinningum fyrir hjásetu. Vignir Vatnar og Stephan Briem töpuðu báðir sínum skákum í toppbaráttu U16 ára flokksins. Þriðji sigur Hilmis Freys í röð og sigur hjá Benedikt Briem voru hápunktar dagsins.

Hilmir enn ósigraður á 19. aldursári

Hilmir tefldi 1.c4 gegn skoskum andstæðingi og var með betra alla skákina þó yfirburðirnir hafi sveiflast lítið eitt var “full control” að mínu mati á stöðunni hjá Hilmi og þriðji sigurinn í röð staðreynd! Greinilegt að fullorðinsaldurinn leggst vel í minn mann!

Svartsjúka er fengið að láni frá Færeyingjum en þeir nota það til að lýsa mjög slæmu ástandi og má með sanni segja að ástandið hafi verið slæmt í 5. umferðinni! Mega-Vatt vélin datt niður í Kíló-Vatt vél og átti nokkuð slaka skák í dag.

Slagkraft vantaði í taflmennsku Vignis í dag

Helgi Ólafsson vildi meina að hér hefði Vignir átt að leika 11.e4 í stað 11.Re4. Tölvurnar meta þó möguleikana nokkuð jafnt og skákin var ekkert að tapast hér.

Hér hinsvegar lék Vignir slökum leik 17.Be1? en apparötin mæla með 17.Bxe4 sem virkar “anti-positional” en málið er að hvítur vill reyna að skitpa upp á svartreitabiskupum og nýta veikleikana á svörtu reitunum. Altént hefði Bxe4 eða Had1 verið betri leikir en Be1? sem vatnar allan slagkraft. Í framhaldinu varð hvíta drottningin nokkuð kjánaleg á h3 og frumkvæðið fullkomlega á valdi svarts.

 

Andstæðingur Stephans tefldi vel í dag og Skandinavinn dugði ekki til í dag

Í raun sá Stephan nánast aldrei til sólar samkvæmt tölvuforritum en hann átti í höggi við sterkan FIDE meistara í skák dagsins. Hann átti smá séns á að halda í horfið hér:

Tölvuforrit segja svörtu stöðuna nálægt því að vera í lagi og taflið jafnt eftir dxc4 eða Hfd8. Eftir 19…Rb6? lá leiðin hinsvegar beint í Svartsjúkuna.

Stephan var hér kominn í vandræði
Birkir Ísak sér greinilega fyrir Svartsjúkuna hér!

Birkir virtist hafa sína skák í jafnvægi í U18 flokknum en í kringum 20. leik fór að fjara undan hvítu stöðunni og eftir 22.a4?! virtist leiðin liggja beint í Svartsjúkuna 🙁

Undirbúningur fyrir skák Gunnars Eriks gekk nokkuð vel. Hann hafði litið vel á Grunfeldsvörn og í raun teflt þetta afbriðgi áður. Staðan eftir 15. leik hafði í raun verið á eldhúsborðinu en þá fékk Gunnar fínt tækifæri á týpískri Grunfelds-manúveringu sem fer vísast til í reynslubankann góðkunna!

Gunnar hefði hér getað leikið 16.Bg5! sem svipar mjög til manúveringar sem við höfðum skoðað fyrir skákina úr skák Carlsens gegn Vachier-Lagrave. Eftir 16.Bg5 f6 17.Bd2! b6 18.Bxa5 bxa5 19.Bc4! er svartur í stökustu vandræðum. Í staðinn lék Gunnar 16.Bf4? og Svartsjúkan tók við!

Omarssynir náðu í hálfan vinning í dag en Jósef hefði átt skilið meira úr sinni skák!

Adam gerði jafntefli í sinni skák í U12 en var ekki á sýningarborði. Josef var hinsvegar á sýningarborði og var að tefla fina skák. Josef hafði peði meira mestalla skákina en eins og oft vill verða í U8 eru sviptingarnar miklar og Rússinn hafði betur í þetta skiptið og meiri Svartsjúka á boðstólnum.

Íslensku stelpurnar voru svo báðar á sýningarborðum en náðu sér engan veginn á strik.

Guðrún Fanney í U10 lenti í vandræðum í byrjuninni með drottninguna og tapaði of miklum tíma með …Bb4+ og …Bd8 til að búa til reit fyrir drottninguna. Andstæðingurinn Guðrúnar fékk syngjandi sókn og má segja að Leðurblöku-Svartsjúka hafi þarna verið á boðstólnum hjá Önu Bat.

Batel tefldi “Accelerated Dragon” sem er byrjun sem hún er búin að vera að æfa en virðist engu að síður ekki vera búin að ná tökum á best plönunum í stöðunni og leikirnir …He8? og …De7? skildu svörtu stöðuna eftir í algjörri Svartsjúku. Það sem Batel hefur hinsvegar er mikið “street-smarts” og baráttuandi og hún vann sig inn í skákina. Þessi sami baráttuandi varð henni hinsvegar að falli eftir 35 leiki.

Hér er búið að endurtaka stöðuna tvisvar, svartur að leika Ha8-d8-a8 og hvítur Ra6-c7-a6. Batel gat leikið 35…Ha8 og krafist jafntefli með sömu stöðuna þrisvar. Hún tók hinsvegar slæma ákvörðun og lék 35…Hb3 og hvítur er aftur komin með unnið og lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar!

Benedikt Briem fékk lukkudísirnar eilítið á sitt band þegar andstæðingur hans lék af sér liði yfir. Benedikt átti það hinsvegar inni!
Benedikt tók gott jafntefli og var að tefla 300 stigum upp fyrir sig
Tómas Möller tapaði sinni skák í U12 flokknum

 

Arnar var klaufi í sinni skák og hefði átt að fá eitthvað út úr skák dagsins
Bjartur sat hjá í dag

Góðu fréttirnar eru að Íslendingar fá pottþétt einn vinning í hús á morgun og Benedikt mun ná honum…..slæmu fréttirnar eru að hinn Benediktinn mun ekki fá vinning eða hálfan báðir! Benediktarnir tveir semsagt mætast á morgun! Vægast sagt pínleg niðurstaða og gríðarleg óheppni en það verður bara að nálgast þessa skák eins og hverja aðra.  Ljóst er þó að fararstjórar fá aðeins meiri tíma til að hjálpa hinum keppendum með undirbúning í þessari umferð!

 

- Auglýsing -