Séð yfir keppnissalinn í Riga. Mynd: Heimasíða mótsins.

Fjórða umferð Riga-mótsins fór fram í gær. Guðmundur Kjartansson (2453), Helgi Áss Grétarsson (2412) og Gauti Páll Jónsson (2057) unnu allir sínar skákir en Stefán Bergsson (2190) tapaði sinni. Gúmmi og Helgi Áss hafa 3 vinninga en Stefán og Gauti Páll hafa 1½ vinning.

Tvær umferðir fara fram í dag og hófst sú fyrri kl. 8. Fjórða umferð fer fram kl. 12 í dag. Mótið er semi-túrbómót. Tefldar eru 9 umferðir á 7 dögum.

Summer Prague Open

Lenka Ptácníková (2089) og Sigurður Ingason (1796) taka þátt í níu umferða opnu móti í Prag dagana 2. -9. ágúst.

Sjöunda umferð. Lenka vann sína aðra skák í röð en Sigurður gerði jafntefli Lenka hefur 4½ vinning en Sigurður hefur 1½ vinning.

Í gær fór fram hraðskákmót tengt Prag-mótinu. Björn Þorfinnsson (2409) gerði mætti og gerði sér lítið fyrir og vann mótið með fullu hús!

Sjá lokastöðuna á Chess-Results.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag.

Split Open

Dagana 3.-11. ágúst fer fram alþjóðlega mótið Split Open í Króatíu. Helgi Pétur Gunnarsson (1740), Páll Þórsson (1725) og Iðunn Helgadóttir (1117) taka þátt.

Sjötta umferð fór fram í gær. Páll vann en Helgi Pétur og Iðunn töpuðu. Páll hefur 2 vinninga, Helgi Pétur hefur 1 vinninga en Iðunn hefur hefur ½ vinning.

Sjötta umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -