Það var ef til vill ekki endurtekning á Svartsjúkunni úr 5. umferðinni en gengið var engu að síður brösótt í 7. umferðinni á EM ungmenna í Bratislava í Slóvakíu. Aðeins kom 4.5 vinningur í hús í skákunum 14 að þessu sinni. Efstu flokkarnir gáfu lítið í aðra hönd og það var aðeins afmælisbarnið Arnar Milutin sem náði í hálfan punkt af íslensku keppendunum í U16 og U18.

Arnar Milutin Heiðarsson er annar Íslendingurinn sem er búinn að halda upp á afmælið sitt í þesari ferð. Arnar varð 16 ára í gær en áður hafði Hilmir Freyr haldið upp á 18 ára afmælið…..það var gert með smá sprelli 😉

Á afmælisdag Arnars var haldin smá spurningakeppni, hent í eitt “Kahoot” en það er snjallsímaforrit til að halda spurningkeppnir. Skipt var í 6 lið með 20 spurningum og eftir harða baráttu var það óvænt ungt lið með Benedikt/Benedikt/Gunnar innanborðs sem hafði sigur úr býtum.

Afmælisbarnið hélt upp á daginn með nokkuð öruggu jafntefli gegn andstæðingi 200+ stigum stigahærri. Góð byrjun á 17. aldursárinu.

Stephan Briem tefldi Skandinavann í sinni skák. Eitthvað hef ég heyrt smá gagnrýni utan frá hvort að það sé ekki komin ákveðin þreyta í þennan Skandinava hjá strákunum. Persónulega hefur mér alltaf þótt þessi byrjun eilítið gleðisnauð og ef hvítur er með sitt á hreinu eru stöðurnar yfirleitt alltaf þægilega betri á hvítan þó svartur sé vissulega yfirleitt nokkuð solid.

Spurning hvort að Stephan hefði átt að taka slaginn hér með 22…Bxc2. Þess í stað lék hann 22…b4. Í kjölfarið virtist Stephan fá marga séns til þess að hrifsa til sín frumkvæðið en lenti þess í stað í því að drottningin hans féll á b1.

Vignir hélt sig við Sikileyjarvörnina en virtist að mörgu leiti blanda saman afbrigðum þannig að mennirnir stóðu eilítið klunnalega miðað við uppstillinguna. Hann lenti svo í “djöflatrikki”

24.Dd1! Rxf4 25.Bxf4 gxf4 26.c3 og drottningin fellur.

Í U18 tefldi Birkir Ísak feykivel framan af skák. Hann var með á milli 1 og 2 í plús í apparötunum og eins og venjulega ekki í neinum vandræðum í byrjuninni.

Hélt Birkir í raun full control á skákinni þar til hann lék slökum leik í 32. leik og svartur komst inn í taflið og náði svo að kreysta fram í vinning í endatafli eftir langa og stranga skák.

Það kom að því að Hilmir Freyr tapaði skák eftir afmælisdaginn sinn. Hann hafði teflt 4 skákir án taps en skrikaði fótur í flækjunum eftir að hafa fengið lítið út úr enska leiknum. Peð fór í hafið og Hilmir náði ekki að klóra sig út úr því.

Benedikt Briem var að mörgu leiti stjarna umferðarinnar. Skák hans var eiginlega söguleg. Við höfðum undirbúið okkur nokkuð vel fyrir Semi-Tarrasch sem andstæðingur hans hafði teflt í nokkur skipti á þessu ári. Því er eiginlega ótrúlegt að hann skuldi hafa eytt 30 mínútum í algjörlega standard …Rc6 leik. Ástandið varð í raun svo slæmt að hann var kominn niður í eina sekúndu þegar Benedikt hafði ennþá yfir 1:30, byrjunartímann sinn plús viðbótartíma!

Til hliðsjónar höfðum við skákir Xu-Thorfinnsson og Polugaevsky-Tal ásamt Spassky-Petrosian. Skákirnar eru í .pgn skránni að neðan:

Benedikt Þórisson tapaði sinni skák gegn Makedónskum andstæðingi í hinni skákinni í U14. Byrjunin gekk ekki upp að þessu sinni og andstæðingurinn fékk myljandi sókn.

Adam Omarsson vann sína skák í U12

Gunnar Erik lá í valnum gegn Norðurlandameistara. Axel Bu Kvaloy kom Gunnari Erik eilítið á óvart í byrjuninni og Gunnar missti fljótlega tök á stöðunni.

Tómas Möller gerði jafntefli í sinni skák en hann hefur sótt í sig veðrið þegar liðið hefur á mótið. Andstæðingurinn var nokkuð vel kortlagður og ekkert sem kom Tómasi á óvart í byrjuninni.

Josef Omarsson tapaði í U8 ára flokknum.

Batel vann sína skák í U12 stúlkna. Batel fer oft sínar eigin leiðir í byrjunum en staðan var orðin nokkuð eðlileg eftir um 10 leiki. Baráttan varð svo löng og ströng.

Guðrún Fanney tapaði sinni skák í U10 kvenna.

Úrslit Íslendinga urðu annars eftirfarandi:

Pörun 8. umferðar lítur svona út:

- Auglýsing -