Alþjóðega mótinu, Riga Technical University Open, lauk í gær í höfuðborg Lettlands. Guðmundur Kjartansson (2453), Helgi Áss Grétarsson (2412), Gauti Páll Jónsson (2057) gerðu allir jafntefli í lokaumferðinni. Stefán Steingrímur Bergsson (2190) tapaði.
Gúmmi og Helgi hlutu 5 vinninga, Stefán náði 4½ vinning og Gauti fékk 3 vinninga. Stefán hækkar um 2 skákstig en félagar hans lækka á skákstigum.
Árangur íslensku skákmannanna
Í gær fór fram hraðskákmót og þar náði Helgi Áss vopnum sínum. Helgi endaði í fimmta sæti 221 keppenda og var aðeins hálfum vinningi fyrir neðan efstu menn. Lokastaðan á Chess-Results.
Olomouch Chess Summer 2019
Lenka Ptácníková (2089) tekur þátt í alþjóðulegu móti níu umferða móti í Olomouch í Tékklandi dagana 10.-17. ágúst.
Í gær fóru fram tvær umferðir. Lenku gekk vel og hlaut í þeim 1½ vinning. Lenka hefur 2½ vinning eftir 3 umferðir.
Split Open
Dagana 3.-11. ágúst fór fram alþjóðlega mótið Split Open í Króatíu. Helgi Pétur Gunnarsson (1740), Páll Þórsson (1725) og Iðunn Helgadóttir (1117) tóku þátt.
Helgi Pétur gerði jafntefli í lokaumferðinni en Páll og Iðunn töpuðu. Helgi hlaut 3½ vinning, Páll fékk 3 vinninga og Iðunn náði 2½ vinning.
Iðunn stóð sig afar vel og hækkaði um 46 skákstig.
Árangur íslensku keppendanna
Spilimbergo 2019 Open Masters
Daði Ómarsson (2252) tekur þátt í alþjóðlegu móti í Ítalíu sem fram fer 9.-15. ágúst.
Daði tók yfirsetu í fyrstu umferð en hefur síðan þá fengið 2½ vinning í næstu þremur umferðum.
Mótið er Túrbó-mót. Níu umferðir tefldar sex dögum.
Tvær umferðir fara fram í dag.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (07:30 og 13:30)