Sigursveit Hugins á Hraðskákkeppni taflfélaga í fyrra. Mynd: PRP

Hraðskákkeppni taflfélaga verður haldin í Rimaskóla 31. ágúst og hefst keppni kl. 13:00.
Tefldar verða 2×7 umferðir eftir svissnesku kerfi og verða tímamörkin 3 2. Hver sveit er skipuð 6 mönnum auk varamanna. Hvert félag má senda eins mörg lið til leiks eins og þau vilja en þó áskilja mótshaldarar sér rétt til að takmarka fjölda aukaliða ef skráning er þeim mun meiri. Mótsgjald er 10.000 krónur á lið. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Varamenn koma ávallt inn á neðsta borð og þarf lið að vera eins skipað í báðum skákum hverrar umferðar. Það lið sem hlýtur flesta vinninga er Íslandsmeistari skákfélaga í hraðskák 2019 og verði tvö lið jöfn er einföld umferð tefld til úrslita um titilinn (dregið um lit á borði eitt og sitthvor liturinn á næstu borðum).

Skákdeild Fjölnis sér um mótshaldið og hvetjum við sem flest lið til að skrá sig til leiks!

- Auglýsing -