Bragi Halldórsson að tafli í Helsinki. Mynd: Heimasíða mótsins

Skákáhátíðin í Helsinki hélt áfram í gær með tveim umferðum. Hilmir Freyr Heimisson (2258), sem teflir í flokki 20 ára og yngri, hlaut 1½ vinning en Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65 ára og eldri hlaut hálfan vinning. Hilmir hefur 3 vinninga eftir sex umferðir en Bragi hefur 2½ vinning.

Skákhátíðin fer fram dagana 14.-18. ágúst, Teflt er til heiðurs Heikki Westerinen sem fagnar 75 ára afmæli í ár og er meðal þátttakenda. Teflt er í þremur flokkum. Öldungaflokki (65+) og tveim ungmennaflokkum (u20). Um er að ræða túrbó-mót. Tefldar eru níu umferðir á fimm dögum.

Í dag eru tefldar 7. og 8. umferð og hófst sú fyrri kl. 7 en sú síðari hefst kl. 14.

Cup of Lviv

Á morgun hefst alþjóðlegt mót í Lviv í Úkraínu. Um er ræða túrbó-mót en tefldar eru 9 umferðir á 5 dögum. Þrír íslenskir keppendur taka þátt en það eru alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2453), stórmeistarinn, Helgi Áss Grétarsson (2412) og FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórarinsson (2238).

Smá upphitunarmót er í dag þar sem tefld er atskák (10+5). Helgi Áss (2426) og Margeir Pétursson (2395) taka þátt. Helgi Áss hefur byrjað vel og hefur fullt hús eftir 3 umferðir. Margeir hefur 2 vinninga. Alls eru tefldar níu umferðir.

Hægt er að fylgjast með mótinu á Chess-Results.

Olomouch Chess Summer 2019

Lenka Ptácníková (2089) tekur þátt í alþjóðulegu móti níu umferða móti í Olomouch í Tékklandi dagana 10.-17. ágúst.

Lenka vann í áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fór í gær. Hún hefur 5 vinninga. Mótinu lýkur í dag.

Hennefer ELO Summer Open

Gauti Páll Jónsson (2057) er meðal keppenda á þessu fimm umferða móti sem hefst í gær og lýkur á morgun.

Hann hefur hlotið 1 vinning eftir 2 umferðir. Þriðja umferð fer fram síðar í dag.

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -