Carlsen í St. Louis. Mynd: Justin Kellar/Grand Chess Tour

Öllum skákum annarrar umferðar Sinquefield Cup lauk með jafntefli í gær. Þar með talin skák Magnúsar Carlsens og Vishy Anand. Indverjinn er því efstur með 1½ vinning. Sá eini sem hefur unnið skák.

Nepo missti af fallegri vinningleiðs á móti Caruana.

Svartur á leik

Nepo lék 28…Bf8 og skákinni lauk með jafntefli. Hins vegar hefði 28…Hxa3!! 29. bxa3 Dxa3 30. f4 Da7!! dugað til sigurs. Hvítur getur ekki bæði valdið hrókinn á g1 og varist hótuninni 31…b2.

Úrslit annarrar umferðar

 

Þriðja umferð hefst kl. 18 í dag. Þá teflir Carlsen við Caruana.

Nánari umfjöllun á Chess.com.

 

- Auglýsing -