Helgi Áss og Gummi Kja eru báðir meðal keppenda á alþjóðlega mótinu í Lviv.

Dagana 18.-22. ágúst fer fram alþjóðlegt túrbó-mót í Lviv í Úkraínu. Þrír íslenskir skákmenn taka þátt; stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2412), alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2453) og FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórarinsson (2238).

Helgi Áss og Guðmundur hafa fullt hús eftir umferðirnar tvær. Andstæðingarnar í gær höfðu skákstig á milli 1708-2189. Í dag fara fram 3. og 4. umferð. Andstæðingarnir þeirra í fyrri umferð dagsins hafa skákstig á milli 2249-2278. Páll Agnar hefur 1 vinning en hann tapaði fyrir stigahæsta keppenda mótsins úkraínska stórmeistaranum Stanislav Bogdanovich (2603) í 2. umferð.

Ekki virðast vera beinar útsendingar frá mótinu.

Hennefer ELO Summer Open

Gauti Páll Jónsson (2057) var meðal keppenda á þessu fimm umferða móti sem lauk í gær.

Gauti Páll hlaut 3 vinninga í 5 skákum. Vann þá stigalægri en tapaði fyrir þeim stigahærri. Árangurinn á pari að sögn Gauta sjálfs.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -