Anand kátur í viðtali að lokinni skák. Mynd: Grand Chess Tour.

Sinquefield-mótið hófst í gær í St. Louis í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af Grand Chess Tour og er afskaplega sterkt. Níu stigahæstu skákmenn heims taka þátt en alls tefla 12 skákmenn í mótinu. Öllum skákum fyrstu umferðar lauk með jafntefli nema einni. Þar með talið skák Magnúsar Carlsen og Anish Giri.

Flest benti að öllum skákum umferðarinnar myndi ljúka með jafntefli en þá gerðist þetta í skák Nepo and Anand.

Nepo lék 77. Kc4?? (77. Kc5 er jafntefli). Indverjinn svaraði um hæl með 77…b5+! og Rússinn gafst upp.

Úrslit fyrstu umferðar

Önnur umferð hefst kl. 18 í dag. Þá teflir Carlsen við Anand

 

- Auglýsing -