Helgi Áss og Gummi Kja eru báðir meðal keppenda á alþjóðlega mótinu í Lviv.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2412) og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2453) hafa 5 vinninga að loknum sex umferðum á alþjóðlega “túrbó-mótinu” í Lviv í Úkraínu.

Helgi tapaði í gær fyrir úkraínska stórmeistaranum Stanislav Bogdanovich (2603) í fyrri skák dagsins en vann hina litháísku Salomeja Zaksaite (2212), alþjóðlega meistara kvenna, í þeirri síðari. Guðmundur vann FIDE-meistarann Andriy Prydun (2258) í fyrri skákinni en gerði jafntefl við stórmeistarann Valeriy Neverov (2460) í þeirri síðari.

Í sjöundu umferð, sem hófst kl. 8 í morgun, teflir Helgi við áðurnefndan Neverov en Gúmmi mætir Oleg Budnikov (2397).

FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórarinsson (2238) hefur hlotið 4 vinninga.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

 

- Auglýsing -