Helgi Áss á NM. Mynd: Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2412) endaði í 16. sæti á alþjóðlega “túrbó-mótinu” í Lviv í Úkraínu sem fram fór 18.-22. ágúst. Helgi hlaut 6 vinninga í 9 skákum. Hann endaði 15.-36. sæti – því sextánda á stigum. Helgi gerði jafntefli í tveim síðustu umferðunum.

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2453) hlaut 5½ vinning og endaði í 37.-58. sæti – því 37. á stigum. Gumma gekk illa í lokaumferðunum.

FIDE-meistarinn Páll Agnar Þórinsson (2238) hlaut 5 vinninga og endaði í 59.-85. sæti – því 60. á stigum.

Helgi hækkar um 5 stig fyrir frammistöðu sína. Guðmundu lækkar um 6 stig og Páll um 22 stig.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

 

- Auglýsing -