Helgi Áss með sjálfu frá Krít. Áfram Helgi!

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2412) hefur 4½ af loknum 7 umferðum á alþjóðlega mótinu á Krít. Helgi tapaði fyrir rússneska stórmeistarann Evgeny Levin (2502) í sjöttu umferð en gerði jafntefli við úkraínska  alþjóðlega meistarann Peng Li Min (2487) í þeirri sjöundu.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og hefst kl. 13. Helgi mætir í dag alþjóðlega meistaranum Dusan Lekic (2330) en sá er Svartfellingur. Mótinu lýkur svo á morgun.

 

- Auglýsing -