Íslandsmeistarar Hörðuvallaskóla í eldri flokki.

Norðurlandamót skóla hófst í morgun kl.9 að sænskum tíma. Hörðuvallaskóli er fulltrúi Íslands í mótinu, bæði í yngri og eldri flokki.

Skólinn á titil að verja í eldri flokki og er með langstigahæstu sveitina. Í yngri flokki eru hins vegar að mestu keppendur að taka þátt í sínu fyrsta Norðurlandamóti, utan Benedikt Briem sem teflir á fyrsta borði.

Í fyrstu umferð mætast Hörðuvallaskóli og Skolen ved Nylandsvej frá Danmörku í eldri flokki, og yngri sveitin mætir finnskri sveit.

Skák.is mun fylgjast með mótinu um helgina.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -