Skáksveitir Hörðuvallaskóla. Mynd: KB

Norðurlandamót barna- (1.-7. bekkur) og grunnskólasveita hófst í gær í Stokkhólmi með tveim fyrstu umferðunum. Hörðuvallaskóli, sem er fulltrúi Íslands, í bæði yngri og eldri flokki hefur byrjað afskaplega vel og hefur 7 vinninga af 8 mögulegum í flokkunum báðum.

Í dag eru tefldar tvær umferðir og er sú fyrri í gangi. Viðureignir beggja liðanna eru sýndar beint. Róðurinn getur orðið þungur í yngri flokknum enda sveit Hörðuvallaskóla að tefla við stgahæstu sveitina.

Þegar þetta er ritað er sveitin í yngri flokki 0-2 undir en allir skákir í eldri enn í gangi.

- Auglýsing -