Hann með sigurlaunin í Túnis. Mynd; Heimasíða mótsins.

Hannes Hlífar Stefánsson (2538) sigraði á alþjóðlegu móti sem lauk í Túnis í gær. Góður endasprettur hjá Hannesi sem vann síðustu þrjár skákirnar. Hannes virðist vera einkar sterkur í morgunumferðunum og á tvöföldu dögunum. Í lokaumferðunum þremur lagði m.a. Davíð Kjartansson (2401) að velli.

Úrslit Hannesar

Hannes varð efstur ásamt lettaneska stórmeistaranum Normunds Miezis (2486) en var úrskurður sigurvegari eftir stigaútreikning þar sem hann vann innbyrðis viðureign. Hannes hlaut 7 vinninga í 9 skákum og hækkar um 3 stig fyrir framistöðu sína.

Davíð hlaut 4 vinninga og endaði í 9.-11. sæti. Hann lækkar um 16 stig fyrir frammistöðuna.

Sextán skákmenn tefldu í flokknum. Hannes var stigahæstur keppenda en Davíð var fimmti í stigaröð keppenda.

Heraklion International

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) teflir á alþjóðlegu móti á Krít.

Helgi Áss hefur unnið tvær skákir í röð og hefur 5½ vinning þegar sjö umferðum er lokið. Helgi er í 3.-9. sæti.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag og teflir Helgi við rússneska stórmeistarann Evgeny Levin (2511).

91 skákmaður tekur þátt og er Helgi sjötti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -