Ingvar Wu vann fyrsta Skólanetskákmótið. Mynd: Heimasíða TR.

Ingvar Wu Skarphéðinsson 7. bekk í Hlíðaskóla vann fyrsta mótið í “Skólanetskákmót Íslands” mótaröðinni.

Fjölmennt var á fyrsta mótinu. Tefldar voru sjö umferðir með tímamörkunum 4 min + 2 sek. 23 grunnskólanemendur á öllum aldri tóku þátt og eftir mikla baráttu kom Ingvar Wu fyrstur í mark.

Teflt var í einum flokki, en verðlaun veitt þeim sem náði bestum árangri í hverjum bekk. Í verðlaun var gulláskrift að chess.com skákvefnum.

Alls verða mótin níu í vetur og sá sem bestum árangri nær fær ferðavinningur að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fimm bestu mótin telja.

Gefin eru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlýtur 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlýtur 1 stig.

 

Úrslitin:

Nafn: Skóli: Bekkur: Notendanafn á chess.com : Vinningar Oddastig Stig til mótaraðar
1 Ingvar Wu Skarphéðinsson Hlíðaskóli 7.bekk IngvarWumazter 6 22.5 12
2 Óttar Örn Bergmann Sigfússon Snælandsskóli 8.bekk Ottar22 5.5 24 12
3 Batel Goitom Haile Hólabrekkuskóli 7.bekk BatelG 5.5 22 10
4 Benedikt þórisson Austurbæjarskóli 8.bekk bolti17 5 14.5 10
5 Bjartur Þórisson Austurbæjarskóli 5.bekk Bolti10 4.5 13.75 12
6 Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóli 7.bekk GunnarErik 4 15 8
7.-8. Markús Orri Jóhannsson Háteigsskóli 5.bekk muzzimuzz 4 13.5 9
7.-8. Matthías Björgvin Kjartansson Landakotsskóli 5.bekk MBK9 4 13.5 9
9 Einar Dagur Brynjarsson Breiðagerðisskóli 5.bekk Einardagur 4 10 7
10 Róbert Dennis Solomon Hlíðaskóli 9. bekk bookisgood 4 9 12
11 Sæþór Ingi Sæmundarson Sunnulækjarskóli 6.bekk sismaster 3.5 10.75 12
12 Mikael Bjarki Heiðarssom Vatnsendaskóli 5.bekk MikaelBjarki 3.5 9.25 6
13 Jóhann Helgi Hreinsson Vatnsendaskóla 5.bekk meistariJHH 3.5 8.25 5
14 Katrin María Jónsdottir Salaskóli 6.bekk rexkex 3.5 5.25 10
15 Birkir Hallmundarson Lindaskóli 2.bekk Birkir13 3 6.5 12
16 Emilía Embla B. Berglindardóttir Rimaskóli 2.bekk emilialaufas 3 3.5 10
17 Ólafur Fannar Pétursson Salaskóli 5.bekk OFP7 3 3 4
18 Emil Andri Davíðsson Brekkuskóli 5.bekk emilandricool 3 1 12
19 Þórhildur Helgadottir Vatnsendaskoli 4.bekk Skjoni10 2.5 6.25 12
20 Arnar Freyr Orrason Lindaskóli 3.bekk ArnarFreyrOrrason 2 7 12
21 Elín Lára Jónsdóttir Salaskóli 4.bekk Elinlara10 1 4 10
22 Sigurður Erik Hafstein Mýrahúsaskóli 1.bekk SigurdurErik 0 0 12
23 *Arnar Logi Kjartansson Vatnsendaskóli 5.bekk MeistAri29 0 0 3

*Arnar Logi tefldi bara tvær fyrstu umferðirnar því hann datt út vegna tæknilegra örðuleika í þriðju umferð.

Næsta mót er sunnudaginn 6.október.

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

 

 

- Auglýsing -