Helgi Áss með sjálfu frá Krít. Áfram Helgi!

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) hlaut 6½ vinning af 9 mögulegum á alþjóðlega mótinu í Heraklion á Krít sem lauk í gær. Hann endaði í 8.-10. sæti. Hann var stigalega á pari fyrir frammistöðu sína.

Úrslit Helga má finna á Chess-Results.

Í dag hefst nýtt mót hjá Helga. Hann tekur þátt í lokuðum áfangaflokki sem fram fer í fjallaþorpinu Anogia. Mótið er sagt teflt til minningar um Íslendinginn Bobby Fischer! Helgi er næststigahæstur keppenda. Helgi teflir við heimamanninn Georgios Mitsis (2374) í fyrstu umferð.

- Auglýsing -