Júlíus lagði alþjóðlega meistarann Áskel Örn Kárason að velli. Mynd: GB

Þriðja umferð Íslandsmót öldunga (+65) fór fram í kvöld. Júlíus Friðjónsson (2115) og Jón Kristinsson (2107) eru efstir með 2½ vinning að loknum þremur umferðum. Júlíus vann alþjóðlega meistarann Áskel Örn Kárason (2252) Jón hafði betur gegn aldursforsetanum Páli G. Jónssyni (1816). Björgvin Víglundsson (2188) er þriðji með 2 vinninga en hann lagði Þór Valtýsson (1860) að velli.

Úrslit 3. umferðar

 

Staðan eftir 3 umferðir

Í fjórðu umferð þá mætast meðal annars Júlíus og Jón og Sævar Bjarnason (2096) og Björgvin.

Jón Kristinsson hafði sigur á aldursforsetanum Páli G. Jonssyni. Mynd: GB

Fjórða umferð fer fram á morgun kl. 16, fimmta og næstsíðasta á laugardaginn kl. 15 og lokaumferðin á sunnudaginn kl. 13. Teflt er húsnæði SÍ, Faxafeni 12. Áhorfendur velkomnir.

Pörun 4. umferðar

Mótið á Chess-Results.

- Auglýsing -