Áfram Helgi! Mynd; Heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) endaði í 2.-3. sæti á minningarmóti um Bobby Fischer sem lauk í dag á eyjunni Krít. Helgi hlaut 5½ vinning í 9 skákum.  Vann þrjár skákir, gerði fimm jafntefli en tapaði einni skák.

Frammistaða hans samsvaraði 2480 skákstigum og hækkar hann um 9 stig fyrir hana.

Úrslit Helga

Áfram Helgi!

- Auglýsing -