Næststigahæsti keppandi mótsins Anish Giri (NED) var sendur heim af Jeffery Xiong (USA). Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Þriðju umferð Heimsbikarmótsins í skák lauk í gær í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Skákmönnunum fækkar jafnt og þétt og eru núna aðeins 16 eftir. Óvæntustu tíðindin í 32 manna úrslitum voru þau að Jeffery Xiong hafði sigur á næststigahæsta keppenda mótsins, Anish Giri. Almennt eru þó eftir hinir stigahærri með örfáum undantekningum.

Úrslit 3. umferðar

Sjá nánar á Chess.com.

Frídagur er í dag en 16 manna úrslit (4. umferð) hefjast á morgun. Þar mætast:

  • Ding Liren vs. Kirill Alekseenko
  • Maxime Vachier-Lagrave vs. Peter Svidler
  • Wesley So vs. Nikita Vitiugov
  • Ian Nepomniachtchi vs. Yu Yangyi
  • Levon Aronian vs. Le Quang Liem
  • Shakhriyar Mamedyarov vs. Teimour Radjabov
  • Leinier Dominguez vs. Alexander Grischuk
  • Jeffery Xiong vs. Jan-Krzysztof Duda

 

- Auglýsing -