MVL og Yu slóu út Aronian og Vitiugov í gær. Mynd: Kirill Merkuryev/FIDE.

Fimmtu umferð Heimsbikarmótsins í skák lauk í gær með mikilli dramantík. Frakkinn Maxime Vachier-Lagrave og Kínverjinn Yu Yangyi komumst þá áfram eftir spennandi bráðabana. MVL hafði sigur á Levon Aronian þar sem Armeninn klúðraði unninni skák í tap. Enn meira gekk á hinum einvíginu en þar tapaði Nikita Vitiugov léik niður gjörunninni skák gegn Yu Yangyi í hreinni úrslitaskák (armageddon).

Áður höfðu þeir Teimor Radjabov og Ding Liren tryggt sig áfram í undanúrslit. Kínverjarnir bætast en Aserinn teflir við Frakann.

Nánar má lesa um hamaganginn í gær á Chess.com.

Fyrri skák undanúrslita hófst í morgun. Þeim lauk báðum með jafntefli.

 

- Auglýsing -