Caruana var brosmildur eftir að hafa hangið á jafntefli á móti McShane. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Sjö skákmenn eru efstir og jafnir með 4 vinninga að lokinni 5. umferð opnamótsins á Mön. Það eru Kínverjinn, Wang Hao (2726),  Bandríkjamaðurinn Fabiano Caruana (2812), Englnendingurinn, Luke McShane (2682), Rússarnir Vladimir Fedoseev (2664) og Alexander Grischuk (2758) og Lettinn Alexei Shirov (2664). Minnstu munaði að McShane yrði einn efstur en Caruana náði naumlega að halda jafntefli gegn Englendingum.

Magnús Carlsen (2876) vann í gær Indverjann Surya Shekhar Ganguly (2658) og er meðal 14 skákmanna sem hafa 3½ vinning í 8.-21. sæti. Sjötta umferð fer fram í dag. Carlsen teflir þá við Shirov.

Sjá nánar á Chess.com.

Sigurvegari mótsins (eða sá sem sem er efstur á eftir Carlsen og/Caruana) fær keppnisrétt á næsta áskorendamóti sem fram fer í Rússlandi í vor. Mótið er hrikalega sterkt. Af 154 keppendum eru 132 stórmeistarar.

- Auglýsing -