Wang Hao vann Luke McShane í gær. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Wang Hao (2726) og Fabiano Caruana (2812) eru efstir og jafnir á FIDE svissneska-mótinu sem nú er í gangi á Mön. Þeir hafa 5 vinninga að loknum sex umferðum.

Heimsmeistarinn, Magnús Carlsen (2876), er meðal þeirra sem eru í 3.-9. sæti með 4½ eftir að hafa lagt Alexei Shirov (2664) að velli.

Sjá nánar á Chess.com.

Frídagur var í dag en sú sjöunda fer fram á morgun. Þá teflir Caruana við Alexander Grischuk (2759), Wang Hao mætir Levon Aronian (2758) og Magnús etur kappi við Rússann Kirill Alekseenko (2674).

Sigurvegari mótsins (eða sá sem sem er efstur á eftir Carlsen og/Caruana) fær keppnisrétt á næsta áskorendamóti sem fram fer í Rússlandi í vor. Mótið er hrikalega sterkt. Af 154 keppendum eru 132 stórmeistarar.

- Auglýsing -