LIðsmenn Íslands.

Íslenska sveitin gerði 2-2 jafntefli gegn Portúgal í seinni umferð gærdagsins á ólympíumóti 16 ára og yngri sem fram fer í Corum í Tyrklandi. Batel Goitom Haile vann góðan sigur á mun stigahærri skákmanni. Vignir Vatnar Stefánsson og Stephan Briem gerðu jafntefli.

Verr gekk í fyrri skák gærdagsins. Viðureign á móti Kanada tapaðist ½-3½. Aðeins Vignir Vatnar náði punkti.

Í dag frer fram áttunda og næstsíðasta umferðin. Þá teflir sveitin við stúlknasveita Tyrkja. Viðureignin hefst kl. 12.

Íslenska liðið er það 27. sterkasta af 48 liðum. Reglurnar eru þannig að í hverju liði þarf að vera a.m.k. ein stúlka sem teflir hið minnsta 3 skákir af 9.

- Auglýsing -