Skáksveit Íslands í mótslok. Mynd: Kjartan Briem.

Íslenska sveitin tapaði stórt, ½-3½, fyrir sveit Slóvakíu í níundu og síðustu umferð Ólympíumóts 16 ára og yngri sem fram fór í dag. Stephan Briem gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust. Íslenska sveitin endaði í 31. sæti en alls tóku 48 sveitir þátt. Prýðileg frammistaða hjá íslensku sveitinni, sem var eina norræna liðið sem tók þátt. Það gekk miklu betur en í fyrra. Fjórir af fimm liðsmönnum hækka á stigum.  Batel Goitom Haile um heil 54 skákstig!

Úrsltin á lokaumferðinni

Vignir Vatnar Stefánsson fékk flesta vinninga íslensku krakkanna en hann hlaut 6 vinning í 9 skákum. Stephan Briem hlaut 5,5 vinning í jafnmörgum skákum.

Árangur íslensku krakkanna

Aserar eru ólympíumeistarar.

Ólympíumeistarar Asera. Mynd: KJartan Briem.

Íslenska liðið var það 27. sterkasta af 48 liðum. Reglurnar voru þannig að í hverju liði þarf að vera a.m.k. ein stúlka sem teflir hið minnsta 3 skákir af 9.

- Auglýsing -