Helgi Áss fær ráð hjá Gumma Kja við upphaf skákarinnar við Peter Leko. Mynd: Skák.is/Gerd Densing

Önnur umferð Evrópumóts taflfélaga fór fram í gær. Íslandsmeistarar Víkingaklúbbins unnu 4-2 sigur á danska klúbbnum Hilleröd. Jakubiec-hjónin, Björn Þorfinnsson og Páll Agnar Þórarinsson unnu. Taflfélag Reykjavíkur steinlá, ½ :5½, fyrir ítalska ofurklúbbnum, Obiettivo Risarcimento Padova. Helgi Áss Grétarsson (2415) gerði jafntefli við fyrrum áskorenda um heimsmeistaratitilinn, Peter Leko (2666).

Úrslit 2. umferðar

Þriðja umferð fer fram í dag. Þá teflir TR við hollenska klúbb sem er afar áþekkur að styrkleika og TR. Víkingar tefla við slóvenska félagið Maribor sem er eitthvað stigahærri á pappírnum. Báðar viðureignir dagsins gætu orðið mun jafnari og spennandi en hingað til þar sem styrkleikamunur hefur ávallt verið mikill.

Og vonandi taka mótshaldarar við sér og verði duglegri að koma úrslitum á framfæri. Gunnar Freyr Rúnarsson. kemur aftur inn í lið Víkinga eftir að hafa hvílt í gær.

Pörun þriðju umferðar

- Auglýsing -