Skáksalurinn í Rúmeníu. Mynd: ÁÖK

Alþjóðlegu meistararnir Áskell Örn Kárason (2271) og Sævar Bjarnason (2085) taka þátt í heimsmeistaramóti öldunga, í flokki 65 ára eldri, í Búkarest í Rúmeníu.

Fyrsta umferð fór fram í gær. Áskell Örn vann Írann Kevin James (1953) en Sævar tapaði sinni skák.  Önnur umferð fer fram í dag. Skák Áskels gegn Englendingnum Brian Hewson (2060) verður sýnd beint.

Alls taka 192 skákmenn frá 43 löndum þátt í flokki Áskels og Sævars. Þar á meðal eru 9 stórmeistarar og 34 alþjóðlegir meistarar.

- Auglýsing -