Arthur og Björn hafa báðr átt gott mót. Mynd: Skák.is/Gerd Densing.

Bæði íslensku liðin töpuðu í 3. umferð EM taflfélaga sem fram fór í gær í Svartfjalllandi. TR tapaði fyrir hollenskri sveit 1½-4½. Margeir Pétursson vann, Mohamed Ezat gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust. Víkingar töpuðu 2-4 fyrir slóvenskri sveit. Arthur Jakubiec og Björn Þorfinnsson unnu á 1. og 2. borði en aðrar skákir töpuðust.

Úrslit 3. umferðar

 

Fjórða umferð fer fram í dag. Víkingar tefla við belgíska sveit sem  heldur sterkari á pappírnum. Sigurður Ingason hvílir í dag. TR-ingar tefla við hinn fullkomna mold­óvska klúbb Perfect og eru stigahærri á öllum borðum þótt að munurinn sé yfirleitt ekki ýkja mikill.

Mótshaldarar hafa tekið sig á varðandi úrslitaþjónustu. Hægt er að fylgjast með hér.  Ólíklegt er að viðureignir íslensku liðanna verði í beinni.

Pörun fjórðu umferðar

- Auglýsing -