Strákarnir í taflfélaginu unnu sigur í gær. Mynd: Gerd Densing/Skák.is

Það gekk prýðilega hjá íslensku félögunum í fjórðu umferð EM taflfélaga í gær. Taflfélag Reykjavíkur vann moldóvska klúbbinn, Perfect, 3½:2½. Mohamed Ezat og Omar Salama unnu, Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Margeir Pétursson gerðu jafntefli. Víkingaklúbburinn gerði 3-3 jafntefli við belgíska félagið Wachtebeke, 3-3. Jakubiec-hjónin og Björn Þorfinnsson unnu.

Úrslit 4. umferðar

TR hefur 4 stig en Víkingar hafa 3 stig.

Fimmta umferð fer fram í dag. Þá mæta TR-ingar Wachtebeke sem Víkingar mættu í gær. en Víkingarnir sjálfir tefla við írska vinaklúbbinn Gonzaga. Þar innanborðs eru nokkrir meðlimir Víkingaklúbbsins sem tefldu með b-sveit Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélgaga. Báðar íslensku sveitirnar eru eilítið sterkar á pappírnum. Sigurður Ingason teflir í dag en Gunnar Freyr Rúnarsson hvílir.

Mótshaldarar hafa tekið sig á varðandi úrslitaþjónustu. Hægt er að fylgjast með hér.  Að öllum líkindum verða viðureignir félaganna ekki sýndar  beint.

Pörun fimmtu umferðar

- Auglýsing -