Áskell Örn Kárason að tafli í Drammen. Mynd: Morthen Auke.

Heimsmeistaramóti öldunga lauk 23. nóvember sl. Áskell Örn Kárason (2271) endaði með 7 vinninga í umferðunum 11. Hann tapaði fyrir hvít-rússneska stórmeistaranum Evgeny Mochalov (2374) í næstsíðustu umferð en vann Kanadamanninn Brian McLaren (2106) í þeiri síðustu.

Áskell sagði svo um lokaskákina á Facebooksíðu sinni.

Sævar Bjarnason (2085) var í miklum jafnteflisgír á mótinu og gerði jafntefli í sex síðustu skákunum. Hann endaði með 5,5 vinning.

Rafal Vaganian (2514) varð heimsmeistari í flokki 65 ára og eldri.

Alls taka 192 skákmenn frá 43 löndum þátt í flokki Áskels og Sævars. Þar á meðal eru 9 stórmeistarar og 34 alþjóðlegir meistarar.

- Auglýsing -