Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson virðist ætla að vera í algjörum sérflokki á Opna Suðurlandsmótinu í skák. Hjörvar hefur lagt alla andstæðinga sína að velli eftir fjórar umferðir og hafa þeir allir verið mjög sterkir. Hjörvar fylgdi eftir sigri í 2. umferð gegn Jóni VIktor með því að leggja að velli fyrst stórmeistarann Braga Þorfinnsson og svo alþjóðlega meistarann Guðmund Kjartansson í gær.

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson verður næstur að reyna sig gegn Hjörvari en hann lagði stórmeistarann Braga Þorfinnsson að velli í góðri skák. Óvænt úrslit urðu einnig þegar Pétur Pálmi Harðarson lagði Davíð Kjartansson að velli.

Fimmta umferð verður á morgun, miðvikudag,  og hefst klukkan 17:00

Skákir 4. umferðar ( Veljið skák með því að smella á þrípunktinn )

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -