Sjötta umferðin var í rólegri kantinum miðað við fyrri umferðir á Heimsmeistramótinu á Ísey Skyr Skákhátíðinni á Hótel Selfossi. Aðeins ein sigurskák kom í hús og nú voru það svörtu mennirnir sem höfðu betur en Sara Khadem lagði Mikhail Antipov að velli í aðeins 24 leikjum eftir að Rússinn hafði lagt alltof mikið á stöðuna. Sú íranska þakkaði pent fyrir sig og gerði engin mistök.

Jafntefli varð í öllum hinum skákunum og því eru þeir Semyon Lomasov og Ahmed Adly nú í efsta sæti en Antipov er dottinn niður í 3-4. sæti ásamt Hannesi hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Úrslit 6. umferðar

Staðan eftir 6 umferðir

Pörun 7. umferðar

Ahmed Adly mun líklegast reyna að sækja hart á Söru í 7. umferðinni en þeir félagar Lomasov og Antipov mætast í 7. umerðinni. Verður hart barist þar? Íslendingaslagur hjá Héðni og Hannesi.

Tveir keppendur geta náð stórmeistaraáfanga á mótinu. Lomasov þarf 1.5 af 3 en Sara þarf 2.5 af 3. Lomasov hefur teflt af miklu öryggi og verður að teljast líklegur til að landa áfanganum!

Úrslit og staða á chess-results

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -