Helgi í þungum þönkum.

EM í hraðskák lauk í Tallinn í Eistlandi í gær. Fjórir íslenskir skákmenn tóku þátt. Helgi Áss Grétarsson (2523) varð efstur íslensku keppendanna en hann hlaut 15 vinninga í 22 skákum.

Jóhann Hjartarson (2559) hlaut 14½ vinning, Bragi Þorfinnsson (2422) 12½ vinning og Gauti Páll Jónsson 11 vinninga. Allir töpuðu þeir hraðskákstigum en fá tækifæri á að vinna þau til baka á Friðriksmóti Landsbankans næstu helgi.

Nánar á frammistöðun íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

- Auglýsing -